SKUGGI BLÆS TIL HELJARINNAR POP UP!

0

Skuggi Skateshop opnar hurðina fyrir almenning í dag og heldur sitt annað “pop up” en fyrra pop up-ið fór fram fyrir skömmu og að sögn forsvarsmanna verslunarinnar gekk það vonum framar! Fyrir skömmu gerði Skuggi svokallað “collab” með bandaríska götutísku risanum X-large en um ræðir eitt stærsta tískumerki heims!

Merkin sem verða á boðstólnum á pop up #2 eru: Dime, The Quiet Life, The Hundreds og að sjálfsögðu Skuggi / X-large. Öll eru þetta heimsklassa fatamerki og gríðarlega vinsæl en þau hafa ekki fengist hér á landi áður, nema X-large sem var fáanlegt hér á landi snemma á tíunda áratugnum!

Herlegheitin fara fram á Skolavörðustíg 22 og verður opið í dag (föstudag) og á morgun (laugardag) en opnunartímarnir eru eftirfarandi:

Föstudagur: 16:00 – 22:00 og laugardagur: 13:00 – 22:00

Léttar veitingar verða í boði og að sjálfsögðu verða trylltir tónar sem fá að fljóta um eyru viðstaddra!

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem verður á boðstólnum! Ljósmyndir: Bobby Breiðholt.

Hægt er að sjá Facebook viðburðinn hér.

 

 

 

Fylgist með Skugga á Instagram.

Skrifaðu ummæli