SKUGGASVEINN STÍGUR SKUGGADANS

0

Guðlaugur Bragason / Skuggasveinn.

Tónlistarmaðurinn Skuggasveinn var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Skuggadans” Söngkonan Tinna Katrín ljáir laginu rödd sína og gerir hún það af stakri snilld. Tinna er einnig meðlimur í hljómsveitunum Mosi Musik og Lily Of The Valley svo fátt sé nefnt.

Guðlaugur Bragason er maðurinn á bak við Skuggavsein en fyrir skömmu sendi hann frá sér lagið „Álög.“ við góðar undirtektir. „Skuggadans” er tekið af væntanlegri plötu kappans en hún kemur út á þessu ári.

Skuggasveinn blæs til tónleika á skemmtistaðnum Boston á Laugavegi þann 9. Mars næstkomandi en þeir verða auglýstir nánar síðar.

Skrifaðu ummæli