SKUGGASVEINN Í ÁLÖGUM

0

Skuggasveinn.

Tónlistarmaðurinn Skuggasveinn eða Guðlaugur Bragason eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag en það ber heitið „Álög.“ Tónlistar og söngkonan Tinna Katrín ljáir laginu rödd sína en margir þekkja hana úr hljómsveitunum Mosi Musik og Lily Of The Valley.

Tinna Katrín ljáir laginu rödd sína.

„Álög“ er fyrsta lagið sem heyrist af væntanlegri plötu Skuggasveins en hún kemur út á þessu ári. Einnig er kappinn að setja sig í stellingar fyrir komandi tónleikahald og á fólk von á því að geta barið hann augum í byrjun Febrúar 2017.

Guðlaugur er einnig forsprakki hljómsveitarinnar Sveimur en á árinu sem leið kláraði hann plötu undir því nafni en hún kemur út eftir u.þ.b fjórar til fimm vikur. Skuggasveinn er á blúsandi siglingu um þessar mundir og gaman verður að fylgjast með honum á næstu misserum.

Skrifaðu ummæli