SKUGGAKVARTETT SAXAFÓNLEIKARANS SIGURÐAR FLOSASONAR SPILAR Á JAZZKLÚBBI MÚLANS Í HÖRPU 27. JANÚAR

0

Sigurður Flosason

Jazzklúbburinn Múlinnn er að hefja starfsemi sína á nýjan leik eftir jólafrí og er spennandi 16 tónleika dagsskrá framundan á vorönninni.

Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar rýður á vaðið, miðvikudaginn 27. janúar á Björtulöftum. Þar flytur kvartett tónlist Sigurðar sem er á mörkum jazz og blús, m.a af hinum vinsælu plötum Blátt líf, Bláir skuggar og Blátt ljós. Gargandi blús og sullandi jazz sameinast subbutakti og fornfönki. Kynningar hljómsveitarstjórans verða á mörkum hins boðlega. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við námskeiðið „Heimur jazzins,“ kynningarnámskeið um jazztónlist, á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Ásamt Sigurði koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þórir Baldursson á hammond orgel og Einar Scheving sem leikur á trommur.

múlinn

Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með tónleikum sem fara fram flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtulöftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is  og tix.is

Hér má sjá smá brot frá Jazzklúbbnum Múlans í Hörpu 2015:

Comments are closed.