Skráning er hafin á hlaupahjólanámskeið StreetAction

0

Skráning er hafin fyrir næsta námskeið StreetAction og hefst það 21 apríl næstkomandi klukkan 12:00. Til að skrá þitt barn sendu póst á namskeid2018@gmail.com með fullu nafni og kennitölu þátttakandans. Námskeiðin eru fyrir krakka á öllum aldri og hafa þau svo sannarlega slegið í gegn! 

Námskeiðið er eins og áður tvær helgar, bæði laugardag og sunnudag, einn og hálfan klukkutíma í senn, eða 6 klukkustundir í heildina og er það haldið í húsnæði Jaðars íþróttafélags.

Lágmarks þátttaka eru 10 krakkar fyrir bæði byrjenda og lengra komna. Námskeiðið kostar 10.000 krónur og það er hjálmaskylda.

Skrifaðu ummæli