SKÖTUVEISLAN FER FRAM Á INGÓLFSTORGI Í DAG

0

Skötuveislan 2017 fer fram í dag 9. júní á Ingólfstorgi og byrja herlegheitin stundvíslega kl 15:00. Mótið í fyrra fór fram úr öllum væntingum þegar rúmlega þrjátíu þátttakendur spreyttu sig í blíðunni á torginu og var stemmingin virkilega glæsileg!

Mótið í ár verður einkar glæsilegt en það er haldið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13-16 ára. DJ Snorri Ástráðs sér um að halda uppi stemmningunni og verða fríar pylsur á meðan birgðir endast. Vinningarnir eru sko aldeilis ekki af verri endanum og má þar t.d. nefna vinninga frá Íslenska hjólabrettafyrirtækinu Mold Skateboards og Smash svo sumt sé nefnt!

Ef þú ert á aldrinum 13 til 16 ára og langar að taka þátt þá er ekkert annað í stöðunni en að skrá sig hér.

Comments are closed.