SKOTHELT ROKK MEÐ PROGG ÁHRIFUM

0

Tónlistarmaðurinn Ágúst Gústafsson sendi nýverið frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Lost my way.” Einnig sendi kappinn frá sér plötu í Október síðastliðnum en hún ber heitið New Beginnig. Platan er undir progg áhrifum en gripurinn var tekinn upp í sundlauginni af Arnari Guðjónssyni (Leaves og Warmland).

„Lost My Way” er hins vegar tekið af væntanlegri plötu sem er nú þegar í vinnslu en lagið leggur grundvöllinn að því hvernig næsta plata mun hljóma. Platan og lagið er gefið út af bandaríska útgáfufyrirtækinu Bentley Records. Ágúst sér um allan söng og spilar á gítar, Jón Guðjónsson spilar á Bassa og Friðrik Jónasson spilar á trommur.

Hér er á ferðinni skotheld rokkplata sem enginn alvöru rokkunnandi ætti að láta framhjá sér fara! Hægt er að hlýða á plötuna New Beginnig hér.

Instagram

Skrifaðu ummæli