Skotheldur hittari – J’adora sendir frá sér sitt fyrsta lag og myndband

0

Plötusnúðurinn og tónlistarkonan Dóra Júlía eða J’adora eins og hún kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Zazaza.” Dóra hefur heldur betur verið áberandi að undanförnu og mun „Zazaza” klárlega hækka hróður hennar enn frekar.

Lagið minnir mann á 90´s smellinn „Groove Is In The Heart” með hljómsveitinni Dee-lite og er sú samlýking alls ekki slæm. Myndbandið við „Zazaza” er einkar skemmtilegt og smellpassar það laginu en Ágústa Ýr Guðmundsdóttir sá um leikstjórnina.

Hækkið í græjunum, reimið á ykkur dansskóna og skellið á play!

Skrifaðu ummæli