SKOSKUR TÓNLISTARMAÐUR HEILLAÐUR AF ÍSLANDI

0

Skoski tónlistarmaðurinn Mark W. Georgsson sendi fyrir skömmu frá sér plötuna Faces And Places við afar góðar undirtektir. Platan var tekin upp í Edinburgh, Mull og Reykjavík. Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson og söngkonan Sigríður Thorlacius koma þar ansi mikið við sögu.

Tónlistarmaðurinn Június Meyvant hélt frábæra tónleika í Glasgow á seinasta ári en honum til halds og traust var Mark W. Georgsson, alls ekki slæmt það!

Tónlistinni má lýsa sem Country og Alternative Folk með dassi af ballöðum og norðlensku væbi. Nú þegar hafa tvö lög heyrst af plötunni „The Ballad Of The Nearly Man“ og „Oh My Dear Friend.“

Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Brian Sweeney á heiðurinn af umslagi plötunnar sem og öllum ljósmyndum en hann hefur myndað sveitir eins og Oasis, Primal Scream og Happy Mondays svo fátt sé nefnt.

Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna í heild sinni en einnig kom platan út á Vínyl en í afar takmörkuðu upplagi, hana er hægt að versla hér.

Skrifaðu ummæli