SKOÐA MISMUNANDI NÁLGANIR TIL ÞAGNAR

0
vil-2

Julius og Maria

Hljómsveitinni Vil sem er skipuð Þjóðverjanum Julius og dananum Mariu voru að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Vinduet“ af væntanlegri plötu sem kemur út í byrjun næsta árs hjá þýska plötufyrirtækinu Listen Collective.

vil

Julius býr og starfar á Íslandi en platan kemur út í ársbyrjun 2017 og ber hún heitið Mens vi falder stille og má segja að á henni skoði þau mismunandi nálganir til þagnar. Myndbandið við upphafslag plötunnar „Vinduet“ speglar þema plötunnar að vissu leyti, þar sem íslenskt táknmál kemur fyrir.

Comments are closed.