SKILAFRESTUR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA RENNUR ÚT 15. JANÚAR

0

Íslesnku tónlistarverðlaunin fara fram í Hörpu miðvikudaginn 14. Mars næstkomandi. Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 1. Janúar til 31. Desember 2017 og rennur skilafrestur út á miðnætti 15. Janúar 2018. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar um miðjan febrúar 2018 en alls verða veitt verðlaun í 30 flokkum.

Ný og endurbætt heimasíða Íslensku tónlistarverðlaunanna opnaði 1. desember síðastliðinn, www.iston.is. Þar má finna allar helstu upplýsingar um verðlaunin, reglur, samstarfsaðila, sögu hátíðarinnar og lista yfir verðlaunahafa fyrri ára og þá sem hlotið hafa tilnefningar.

Albumm.is ásamt lesendum sínum munu líkt og í fyrra velja besta myndband ársins 2017! Við minnum á að ekkert kostar að senda inn myndband og við mælum að sjálfsögðu með að sem flestir taki þátt!

Sendið inn ykkar framlag hér.

Skrifaðu ummæli