SKEMMTUM OKKUR INNI UM VERSLUNARMANNAHELGINA

0

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina og nú er það að frétta að XXX Rottweiler, Joey Christ og Sigga Beinteins hafa bæst við dagskrána. Við erum alveg einstaklega ánægð með að fá drottningu íslenskrar dægurlagatónlistar, sjálfa Siggu Beinteins, til að koma fram hátíðinni í fyrsta sinn þar sem hún mun leika bestu lög Stjórnarinnar ásamt gleðisveitinni Babies. Dagskrá hátíðarinnar er annar sem allra veglegasta móti í ár. Meðal þeirra listamanna sem þegar var búið að tilkynna að kæmu fram á Innipúkanum í ár eru; Amabadama, Daði Freyr, Dimma, FM Belfast, Jón Jónsson, Sóley, Sturla Atlas og Vök.

Inni & Úti

Aðal tónleikadagskrá Innipúkans fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni í miðborginni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. En auk þess verður boðið verður upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu yfir daginn í Naustinni, götunni fyrir framan tónleikastaðina sem liggur á milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu.

Götuhátíð í Naustinu

Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu fyrir fram Húrra og Gaukinn, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp alla hátíðardagana. Má þar nefna plötusnúða, ljóðalestur, bingóleik, pub quiz, lista- og fatamarkað. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Frítt er inn á dagdagskrá Innipúkans – já hún er öllum opin!

Miðasala á hátíðina er nú hafin og fer fram á Tix.is. Hægt er að kaupa miða á einstök kvöld eða hátíðina alla.

Aðstandendur Innipúkans eru glöð og stolt yfir fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar í ár:

 • Alvia Islandia
 • Amabadama
 • aYia
 • Between Mountains
 • Cyber
 • Daði Freyr
 • Dimma
 • Elli Grill
 • FM Belfast
 • Fufanu
 • Joey Christ
 • Jón Jónsson
 • Kiriyama Family
 • Kontinuum
 • Marteinn Sindri
 • Milkywhale
 • Sigga Beinteins & Babies
 • Sóley
 • Sturla Atlas
 • Twin Twin Situation
 • Vök
 • XXX Rottweiler

SAGA INNIPÚKANS

Innipúkinn fer nú fram í 16. sinn – en hátíðin hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Emmsjé Gauti, Aron Can, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Þú og ég  og Helgi Björns.

MIÐASALA & MIÐAR Á STÖK TÓNLEIKAKVÖLD

Miðasla á hátíðina fer fram á Tix.is og líkt og síðustu ár eru miðaverði á púkann stillt í hóf. Miðaverð á alla hátíðina er aðeins 7.990 krónur.  Einnig er hægt að kaupa miða á einstök tónleikakvöld og miðaverðið þá 3.990 krónur. Við vekjum athygli á að takmarkað magn miða er til sölu í forsölu – og forsölumiðar seljast jafnan upp. Miðasala fer síðan fram við hurð á tónleikastöðunum ef húsrúm leyfir.

AFHENDING ARMBANDA

Afhending armbanda hefst föstudaginn 4. ágúst klukkan 16:00 á Gauknum, Tryggvagötu 22, og verður opin yfir alla hátíðardagana. Allir þeir sem keypt hafa miða á hátíðina geta þar skipt miðanum út fyrir armband.

Skrifaðu ummæli