SKEMMTILEGT MYNDBAND FRÁ LONESOME DUKE VIÐ LAGIÐ „WOODSONG“

0

lone 2

Tónlistarmaðurinn Lonesome Duke var að senda frá sér ansi skemmtilegt myndband við lagið „Woodsong“ en lagið er óður til fólks sem hefur þurft að berjast við geðsjúkdóma. Viðar Örn Sævarsson eins og hann heitir réttu nafni er búsettur í Danmörku og starfar hann sem Sjúkraliði.

„Ég hef unnið með geðsjúkum frá árinu 1995 og þetta er svona hálfgert portrait af dæmigerðum hring hjá geðsjúkum einstaklingi samkvæmt minni upplifun.“ 

lone

Kappinn er að klára plötu ásamt forsprakka hljómsveitarinnar Keldermench sem er vel þekkt sveit í Danmörku.

Comments are closed.