SKELLTI Í MYNDBAND ÚT FRÁ GAMALLRI KLIPPU Á VHS SPÓLU

0

Tónlistarkonan Ösp Eldjárn eða einfaldlega Ösp eins og hún kallar sig, var að senda frá sér myndband við lagið „Travelling Man” sem er á nýju plötunni hennar, Tales From A Poplar Tree.

„Systir mín hafði fundið gamla VHS spólur heima síðustu jól og á einni voru klippur sem foreldrar mínir höfðu tekið þegar þau fóru í ferð uppá Herðubreið 1992, þá var mamma á mínum aldri. Mér fannst það passa svo vel við lagið sem fjallar einmitt um manneskjur sem ákveða að ferðast sama veg í lífinu.”  – Ösp

Ösp er ný flutt heim til íslands eftir 5 ára veru í London og ætlar hún að vera með útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík 6. júní nk. Áður hafði hún haldið útgáfutónleika í Sands Films í London fyrir fullu húsi, 22. mars sl.

Platan er komin út á netinu en mun koma í búðir á íslandi 6. júní.

Amazon

Google Play

iTunes

Spotify

Tidal

Deezer

Skrifaðu ummæli