Skellið á play og hækkið í græjunum – Emmsjé Gauti og Birnir í essinu sínu!

0

Rapparinn Emmsjé Gauti var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Lágmúlinn.“ Gauti er ekki einsamall í laginu en rapparinn góðkunni Birnir kemur einnig fyrir í laginu! Lágmúlinn er ansi „feitt” lag og ætti hvert mannsbarn að kinka kolli í takt við þetta snilldar lag!

Myndbandið er einkar svalt og fangar það andrúmsloftið á fullkominn hátt! Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow eins og hann er iðulega kallaður á heiðurinn að myndbandinu! Skellið á play, hækkið í græjunum og njótið!

Skrifaðu ummæli