SKAPAR SINN EIGIN HEIM MEÐ HLJÓÐUM OG TÓNLIST

0

Ragnar Chaichana Rúnarsson eða Catmanic eins og hann kallar sig var að senda frá sér smáskífu sem ber heitið Deep Space Love Tracer. Þetta er fimm laga EP með melódískum og draumkenndum instrumental lögum.

„Hugmyndin á bakvið plötuna var að reyna að semja „visual“ tónlist. Þ.e.a.s. tónlist sem vekur upp (vonandi) einhverjar myndir í hlustendum. Nafnið á plötunni „Deep Space Love Tracer” varð fyrir valinu aðallega útaf því að mér fannst það hljóma vel, en það hljómaði svolítið eins og það gæti verið nafn á einhverjum tölvuleik. Meiningin á bakvið nafnið varð þó dýpri því meira sem ég hugsaði um það.– Catmanic

Catmanic

Ragnar hefur verið að pródúsa, semja og gefa út tónlist á netinu í sirka 6 – 7 ár en hann samdi áður undir nafninu EPOCH.

„Ég var mikið búinn að vera að horfa á bíómyndir eftir Hayao Miyazaki og það sem fangaði mig mest við myndirnar hans er heimurinn sem hann býr til. Hversu raunverulegur hann er þrátt fyrir að vera teiknaður, en á sama tíma svo draumkenndur. Svo mig langaði að reyna skapa minn eigin heim ekki ólíkt honum bara með hljóðum og tónlist.“ – Catmanic

Ragnar mixaði og masteraði plötuna sjálfur og á hann einnig heiðurinn á umslagi plötunnar.

Fylgist nánar með Catmanic hér:

https://open.spotify.com/album/5OZPMxHZOKkMOpYND4MJxq

https://catmanic.bandcamp.com/album/deep-space-love-tracer

Skrifaðu ummæli