SKAPANDI BLANDA AF SOUL, INDIE OG RAFTÓNLIST

0

Í gær þann 1. Ágúst kom út platan Unravel með tónlistarmanninum EinarIndra. Unravel er þriðja EP plata listamannsins sem kemur út á vegum Möller Records en platan inniheldur fjögur lög. Kappinn gaf út sína fyrstu plötu hjá Möller Records árið 2014 og hefur samstarfið þar á milli verið einkar sæluríkt!

EinarIndra hefur fengið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis fyrir tónlist sína sem þykir einlæg, frumleg og skapandi blanda af soul, indie og raftónlist. Hljómur hans einkennist af þykkum syntha hljóðum, falsettu röddum yfir hafsjó af hljóðgervlum og taktabrotum.

Einarindra.com

Mollerrecords.com

Bandcamp

Twitter

Instagram

Skrifaðu ummæli