SKÁLMÖLD MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í HLJÓMAHÖLL

0

c2740cec-a107-4407-bf44-06d6916af501

Hljómsveitin Skálmöld heldur útgáfutónleika í Hljómahöll, laugardagskvöldið 28.mars.


Skálmöld gaf út þriðju hljóðversplötu sína, Með vættum, 31. október síðastliðinn. Platan hefur þegar selst gríðarlega vel og fengið stórkostlega dóma, bæði hér heima sem og erlendis. Strax eftir útgáfu héldu strákarnir utan til tónleikahalds en að því loknu hyggjast þeir fagna meistaraverkinu hér heima með útgáfutónleikum í Hljómahöll þann 28 mars. Ekkert verður til sparað og óhætt að lofa stórkostlegri upplifun enda mæta Skálmaldar-liðar til leiks þéttari en nokkru sinni fyrr eftir langt tónleikaferðalag. Tónleikarnir hefjast kl 21.

Sérstaklega skal tekið fram að ekkert aldurstakmark er á tónleikana. Smelltu HÉR til að kaupa miða.

Comments are closed.