Sjónrænt rokk með grípandi viðlögum

0

Reykvíska hljómsveitin InZeros er hljómsveit sem spilar sjónrænt rokk með grípandi viðlögum. Sveitin hefur gefið út þrjár einhleypur auk þess að hafa klárað fjögurra laga EP sem mun þó einnig koma út í einhleypum. „Let Me Out“ er fyrsta einhleypan af þeim EP og fyrsta lagið með nýju meðlimaskipan.

Meðlimir sveitarinnar eru: Anton How – Söngur & Gítar. Þórhallur Ævar Birgisson – Gítar. Jón Salka – Bassi. Alfreð Þrastarson – Trommur. Næstu fjóra mánuði er von á útgáfum, tónleikum og nýjum tónlistarmyndböndum en næstu tónleikar hjá sveitinni verða haldnir fimmtudaginn 15. Nóv ásamt Power Metal hljómsveitinni Paladin. Frítt er inn.

Skrifaðu ummæli