Sjö ár í neyslu – „Hef aldrei lagt í að gefa út tónlistina mína“

0

Tónlistarkonan Saga Nazari var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Don’t Gotta Be Real.” Saga túlkar lagið á mismunandi hátt en aðal viðfangsefnið er um samband hennar við eiturlyf. Fyrir ellefu mánuðum útskrifaðist Saga úr áfengis og fíkniefnameðferð eftir sjö ára neyslu!

Ég hef lengi haft áhuga á að skrifa texta en hef aldrei lagt í að gefa út tónlistina mína, fyrr en nú! – Saga Nazari.

Saga er að vinna í svokölluðu “Mixteipi” og er það væntanlegt fyrr en seinna. „Ég sem texta sem eru ekta hvort sem það er um hvernig Lífið mitt var eða hvernig það er í dag segir Saga að lokum.

Skrifaðu ummæli