SJANA RUT 17 ÁRA STEFNIR LANGT Í TÓNLISTINNI

0

image (1)

Sjana Rut er ung og efnileg tónlistarkona en hún var að senda frá sér tvö glæný lög. „Don’t Forget About Me“ er fyrsta lagið sem kom út en „Cry Me A River“ fylgdi fljótlega í kjölfarið. Viðtökurnar hafa verið glæsilegar og hafa mörg þúsund manns hlýtt á lögin tvö.

sjana

„Lagið „Cry Me A River“ fjallar um sambandsslit sem gerðust stuttu áður en lagið kom út og var því erfitt að semja og taka upp. Ég grét á meðan tökum stóð og það kannski heyrist á köflum í laginu“ – Sjana Rut.

sjana 2

Tónlistarkonan knáa er aðeins sautján ára gömul og hefur hún sungið frá blautu barnsbeini. Sjana hefur glímt við mikinn sviðskrekk, félagsfælni og kvíða og hélt hún því að hún gæti aldrei yfirstigið það.  Sjana Rut bar sigur úr býtum í söngkeppni Tækniskólans, keppti svo í söngkeppni framhaldsskólanna tvö ár í röð.

image

Sjana Rut semur öll lögin og textana en bróðir hennar hljóðblandar, tekur upp og útsetur. Það verður gaman að fylgjast með þessarri hæfileikaríku tónlistarkonu!

Comments are closed.