SJÁLFSTRAUST OG ÞRAUTSEGJA ER ALLT SEM ÞARF Í FRUMSKÓGI LÍFSINS

0

Listakonan Ásta Guðrúnardóttir sendir frá sér glænýja smáskífu sem ber heitið „Tiger” og er það eldhresst og skemmtilegt! Óhætt er að segja að „Tiger” Kemur brosi á vör og jafnvel dillast einhverjir bossar.

Þema lagsins og myndbandsins eru frumskógardýr, töfralæknar og náttúra en sjálfstæði, sjálfstraust og þrautsegja er allt sem þarf í frumskógi lífsins. Magnús Leifur Sveinsson sá um hljóðblöndun og Örn Einarsson og Ásta sáu um gerð myndbands.

Skrifaðu ummæli