SJÁIÐ STÆRSTA SNJÓBRETTAPALL LANDSINS / VOLCANIC BIG JUMP Á ICELAND WINTER GAMES

0

volcanic_1

Iceland Winter Games  er á fullri ferð um þessar mundir og óhætt er að segja að stemmingin hefur aldrei verið meiri. Dagskráin er þétt en opnunarpartýið er í kvöld á Icelandair Hotels og eftir það fer allt á fullt.

Annað kvöld þann 1. apríl kl 20:00 verður stærsti pallur íslandssögunnar kynntur til leiks en það er svo kallaður Volcano pallur en upp úr honum gýs reykur og um ræðir mikið sjónarspil.

volcanic 2

Snjóbrettakappinn og landsliðsþjálfarinn Viktor Helgi Hjartarson hannaði og smíðaði pallinn en önnur eins smíði hefur ekki sést á Íslandi. Ekki nóg með það heldur bombaði Viktor fyrstur manna á pallinn.

Volcanic Big Jump fer fram annað kvöld 1. apríl kl 20:00 og eru allir hvattir til að mæta. Þetta verður magnað!

Kynnið ykkur dagskrá Iceland Winter Games nánar hér: http://www.icelandwintergames.com/

Comments are closed.