SJÁIÐ MYNDBANDIÐ ÞAR SEM KALEO SPILAR „NO GOOD“ LIVE Í UNITED RECORD PRESS

0

kallll

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur að slá í gegn þessa dagana en sveitin er með lag í glænýjum sjónvarpsþáttum sem nefnast Vinyl. Þættirnir eru gerðir af ekki ómerkari mönnum en Mick Jagger sem flestir þekkja úr Rolling Stones og Martin Scorsese. Þættirnir fjalla um plötubransann á áttunda áratugnum og fer fyrsti þátturinn í loftið vestanhafs næstkomandi sunnudag.

kaleo 2

Í dag kom út myndband með kaleo en þar eru þeir staddir í United Record Press í Nashville og taka þeir lagið umrædda „No Good.“

„Það er heiður fyrir okkur að taka þátt í þessu verkefni og þar sem ég er mikill aðdáandi bæði Mick Jagger og Martin Scorsese er þetta alveg magnað“ – Jökull Júlíusson söngvari og gítarleikari sveitarinnar.

Myndbandið er virkilega skemmtilegt og drengirnir fantagóðir eins og alltaf!

Comments are closed.