SÍSÝ EY OG MILKYWHALE SPILA Á FJÓRÐA KVÖLDI KEX OG KÍTON Í KVÖLD

0

Sísý Ey

Hljómsveitin Sísý Ey hefur verið starfandi frá árinu 2012 en þá kom út lagið „Ain’t got nobody“ sem naut mikillar vinsældar víða um heim. Sísý Ey skipa systurnar Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur ásamt Friðfinni Sigurðssyni sem er einnig þekktur sem Oculus. Nú síðast kom út lagið „Do it good“ hjá húsplötufyrirtækinu breska, Defected. Lagið hefur fengið mjög góðar viðtökur í Bretlandi og víða.

Milkywhale

Milkywhale spratt fram á sjónarsviðið á Reykjavík Dance Festival sumarið 2015, og „sigraði Iceland Airwaves“ seinna í nóvember með flutningi sínum, samkvæmt the Reykjavík Grapevine.

Milkywhale er samstarfsverkefni FM Belfast meðlimsins Árna Rúnars Hlöðverssonar og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur. Þau hafa vakið athygli fyrir sérlega líflega sviðsframkomu, dansvæna tónlist og góða nærveru og komu meðal annars fram á Hróarskeldu hátíðinni fyrr í sumar.

KEX Hostel frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN – konur í tónlist undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX og KÍTÓN bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion Banka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna.

Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

Tónleikunum verður streymt beint á netinu í gegnum Facebook-vefi KíTÓN, Arion Banka, Kexlands og KEX Hostel.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00. Tónleikarnir fara fram í bókahorni KEX Hostel og því er frítt inn.

Comments are closed.