SISTER SLEDGE ERU LEYNIATRIÐI SECRET SOLSTICE Í ÁR

0

sister-sledge (1)

Sister Sledge eru leyniatriði Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar í ár. Systurnar eru talsvert þekktar í tónlistarheiminum en þær voru hvað stærstar á diskótímabili Bandaríkjanna. Sister Sledge er amerísk poppsveit sem á rætur sínar að rekja til Philadelphia. Sveitin var stofnuð árið 1971 af systrunum Debbie, Joni, Kim og Kathy Sledge. Þeirra allra vinsælasta plata er We Are Family en hún kom út 1979 og var unnin í miklu samstarfi við Nile Rodgers og Bernard Edwards, meðlimi diskósveitarinnar Chic.

sister+sledge

Diskósysturnar munu koma fram ásamt stórhljómsveit á fyrsta degi hátíðarinnar, fimmtudaginn 16. júní klukkan 21:10 á stóra sviðinu Valhalla. Hátíðarhliðin opna klukkan 16:00 á fimmtudaginn og munu fyrstu hljómsveitir byrja að spila klukkan 17:00. Aðeins örfáir miðar eru eftir á hátíðina og því mæla skipuleggendur sterklega með því að áhugasamir tryggi sér hátíðarpassa sem allra fyrst.

Comments are closed.