SISTER SISTER SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „HOME AGAIN“

0

SISTER

Hljómsveitin Sister Sister sem skipuð er systrunum Audrey Freyju og Helgu Margréti Clarke hefur verið að vinna í nýjum lögum síðustu mánuði og er nú að gefa út nýtt lag og myndband.

,,Við erum að koma aftur inn eftir smá pásu, ákváðum að breyta aðeins til og prófa svolítið öðruvísi stíl í tónlistinni og erum bara mjög sáttar með útkomuna“  – Helga

Lagið heitir „Home Again“ og unnu þær systur lagið í sameiningu við Togga Nolem sem m.a. hefur verið í hljómsveitinni Mafama og unnið með hljómsveitum á borð við Skytturnar, Cell 7 og Kött Grá Pje.

Audrey Freyja var einn af þátttakendum í The Voice nú í haust og vakti þónokkra athygli, m.a. eftir einvígi sitt við söngkonuna Guðrúnu Árnýju.

,,Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að taka þátt í The Voice og fá að kynnast öllu þessu hæfileikaríka tónlistarfólki og þá sérstaklega þjálfaranum mínum Sölku Sól, sem er algjör snillingur, starfsfólkinu og öllum þátttakendunum. Það var mjög gaman að stíga svolítið út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt og mér finnst þetta bara hafa eflt mig sem tónlistarkonu“ –  Audrey Freyja

Lag og texti er saminn af Audrey Freyju, Toggi Nolem sá um hljóðblöndun og vinnslu á laginu og Anra Films gerði myndbandið.

Systurnar eru á fullu að semja nýja tónlist þessa dagana og hlakka til að eyða jólafríinu heima á Akureyri og vinna í nýju lögunum.

Comments are closed.