Sinnir ástríðunni og ferðast um landið á húsbíl

0

A land shaped by women er fyrsta myndin sem leikstýrt er af Anne-Flore Marxer. Myndin sýnir ferðalag tveggja heimsmeistara á snjóbretti um Ísland en það eru Anne-Flore Marxer og Aline Bock. keyrt er um allt ísland á húsbíl bifreið með það að leiðarljósi að stunda ástríðu sína, snjóbretti og brimbretti (surf). Í myndinni koma einnig fyrir goðsagnakenndar íslenskar snjóbretta/surf konur, sem er virkilega skemmtilegt að sjá! Myndin er gerð til að efla konur og færa okkur nær umræðunni um jafnrétti kynjana.

Ísland hefur lengi verið þekkt fyrir fallegt landslag og er fullkominn leikvöllur fyrir “splitboarding” í framúrstefnulegum fjöllum, ótrúlegt brim í köldu vatni og gönguferðir undir fallegum norðurljósum. Íslandi hefur gengt mikilvægu hlutverki í baráttu jafnréttis og var t.d fyrsta landið í heiminum til að kjósa kvenkyns forseta. Ísland er í fyrsta sæti jafnréttisvísitölu Sameinuðu þjóðanna og hefur verið það í níu ár!

Anne-Flore er sterkur talsmaður kynjajafnréttis í snjóbrettaheiminum og eftir sigur sinn í Verbier Xtreme árið 2017 ákvað hún að eyða orku sinni eingöngu í verkefni gagnvart konum sem leiddi til myndarinnar A land shaped by women. Myndin verður sýnd á morgun laugardaginn 8. Desember kl 18:00 að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá ferðalaginu.

Alandshapedbywomen.com

Skrifaðu ummæli