SINDRI7000 SENDIR FRÁ SÉR TÓNLIST FYRIR KAFARA

0

Tónlist-fyrir-kafara_Sindri7000_mollerrecords049

Í gær kom út á vegum Möller Records platan Tónlist fyrir kafara með tónlistarmanninum Sindra Frey Steinssyni öðru nafni Sindri7000. Platan sem inniheldur tíu lög og er óður til ævintýrakafarans Jaques Cousteu,  innblásin af heimildarmyndum hans um undirdjúpin og ævintýri hafsins.

Sindri_Freyr

Sindri Freyr er enginn nýgræðingur í tónlist og er meðlimur í hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble. Tónlist fyrir kafara er fyrsta breiðskífa Sindra en það er sem fyrr segir Möller Records sem gefur plötuna út.

Plötuna má nálgast hér:

Comments are closed.