SIN FANG OG JÓNSI ÚR SIGUR RÓS FARA Á KOSTUM Í „CANDYLAND“

0
_DSC3186-2

Sin Fang. Ljósmynd/Ómar Örn Smith

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli. Kappinn var forsprakki hljómsveitarinnar Seabear og kallaði sig um tíma Sin Fang Bous svo fátt sé nefnt. Sin Fang var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Candyland“ og það er enginn annar en Jónsi úr hljómsveitinni Sigur Rós ljáir laginu rödd sína og gerir hann það listarlega vel!

JÓNSI LJÓSMYND KIRSTIE SHANLEY

Jónsi úr Sigur Rós. Ljósmynd/Kirstie Shanley

„Candyland“ er tekið af væntanlegri plötu Sin Fang, Spaceland, sem kemur út á vegum Morr Music 16. September næstkomandi. Myndbandið er virkilega flott en það er unnið af Ingibjörgu Birgisdóttur.

Comments are closed.