SIN FANG, JÓNSI ÚR SIGUR RÓS OG ALEX SOMERS GANGA UM GÖTUR LOS ANGELES

0

sin fang

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig sendir frá sér plötuna Spaceland 16. September næstkomandi. Það er hið frábæra þýska plötuútgáfa Morr Music sem gefur plötuna út og ríkir mikil eftirvænting eftir gripnum.

Fjölmargir listamenn koma fram á plötunni og má þar helst nefna Jónsi (Sigur Rós), Sóley, Jófríður Ákadóttir (Pascal Pinon og Samaris) og Farao svo sumt sé nefnt. Platan er tekin upp í Reykjavík og í Los Angeles og óhætt er að segja að útkoman sé virkilega glæsileg!

sin fang 2

Fyrir skömmu kom út kynningarmyndband fyrir plötuna en þar má sjá Sindra, Jónsa og Alex Somers í hjóðverinu, ganga um götur Los Angeles og spila tölvuleiki svo fátt sé nefnt. Eftir að hafa horft á myndbandið er komið fiðrildi í magann og ríkir nú enn meiri spenna eftir gripnum góða!

Fyrir þá sem vilja forpanta plötuna geta gert það hér: https://anost.net/en/Products/Sin-Fang-Spaceland/

Hér fyrir neðan má sjá kinningarmyndbandið:

Comments are closed.