SIMON FKNHNDSM MEÐ JÓLASMELLINN Í ÁR OG STYRKIR UNICEF Í LEIÐINNI

0

simon uni

Simon Fknhndsm er einn helsti plötusnúður landsins en hann var að senda frá sér svokallað Edit þar sem hann skeytir saman tveimur lögum. Lögin Fyrir Jól með Svölu Björgvins og Africa með hljómsveitinni Toto urðu fyrir valinu en útkoman er hrikalega skemmtileg. Símon Guðmundsson eins og hann heitir réttu nafni skellti þessum tveimur lögum saman þegar hann var að plötusnúðast á Kaffibarnum á Þorláksmessunótt árið 2013 við frábærar undirtektir.

„Lagið sat bara í tölvunni í eitt ár þangað til 1. Desember í fyrra þegar ég skellti því á netið og þá fékk það mikla athygli. Mig langaði að gera eitthvað gott úr þessu og hafði samband við Unicef og ákvað að styrkja þau“ – Símon Fknhndsm

Símon hefur ákveðið að styrkja Unicef og með hverju framlagi til samtakanna fylgir lagið með, alls ekki slæmt það!

Comments are closed.