SILLA SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND SEM NEFNIST BREATHE

0

silla

Mr. Silla eða Sigurlaug Gísladóttir eins og hún heitir réttu nafni var að senda frá sér lagið “Breathe.” Sillu þekkja margir úr hljómsveitinni Múm en hún hefur verið að vinna í sinni fyrstu sóló plötu sem var tekin upp í nóvember 2014. Eftirvæntingin eftir breiðskífunni er mikil en platan er pródúseruð af London búanum Mike Lindsay úr hljómsveitinni Tunng. Platan kemur út 9. Október þannig loksins er biðin á enda!

Myndbandið við lagið  er unnið af Þóru Hilmarsdóttur en myndbandið er í dekkri kantinum í anda Blade Runner og Mad Max.

Þrusu gott lag hér á ferð og myndbandið er virkilega töff!

 

 

Comments are closed.