Silkimjúkur og djassaður Pj Glaze

0

Tónlistarmaðurinn Pj Glaze var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Cargo.” Pj Glaze eða Pétur Jökull eins og hann heitir réttu nafni hefur komið víða við en hann er kanski þekktastur fyrir að hafa verið meðlimur í hinni alræmdu hljómsveit Dr. Mister & Mr. Handsome.

Kappinn vinnur nú hörðum höndum að plötu og bíðum við afar spennt eftir gripnum! „Cargo” rennur afar ljúflega inn í undirmeðvitundina og mælum við eindregið með að þú lesandi góður skellir á play og njótir!  

Skrifaðu ummæli