SILKIMJÚKT HIP HOP SEM RÍFUR Í

0

grau-2

Hljómsveitin Á Gráu Svæði var stofnuð á haustdögum 2016. Meðlimir sveitarinnar eru fjórir talsins, Danni sér um trommur, Leifur sér um textagerð og söng, Steini spilar á bassa og Þórður á hljómborð. Allir hafa þeir bakgrunn úr ýmsum áttum og stefnum í tónlist, má þar nefna bönd eins og Blæti, Winson og ONI.

Tveir meðlimir sveitarinnar eru frá Neskaupstað, einn frá Reykjavík og einn er frá Bahamas. Tónlist Á Gráu Svæði mætti skilgreina sem ferskt og silkimjúkt Hip Hop sem rífur einnig aðeins í! Á köflum má einnig greina létt djazz áhrif en eins og áður segir þá er tónlistin samin undir áhrifum úr ýmsum áttum. Nefna má áhrifavalda eins og The Roots, Gorillaz, J Dilla, Robert Glasper og Common svo fátt sé nefnt.

grau-1

Fyrsta lag sveitarinnar „Týndi Hlekkurinn“ kom út að kvöldi 24. október síðastliðinn og gefur það tóninn fyrir það sem koma skal, sveitin er komin með fleiri lög sem tilbúin eru fyrir upptökur og tónleikaflutnings en fyrstu tónleikar sveitarinnar verða í Egilsbúð 5. nóvember næstkomandi ásamt öðrum sveitum.

Það sem framundan er fyrir utan tónleikana er að hendast í hljóðver og taka upp fleiri lög og aldrei að vita nema það verði komin plata fyrr en seinna en það hefur svo sem ekki verið rætt neitt sérstaklega á milli meðlima.

Um upptökur og hljóðblöndun á Týnda Hlekknum sá Daníel Magnús trommari sveitarinnar og Bjarni Jóhannes Ólafsson sá um masteringu.

Comments are closed.