SIGURVEGARAR Í MYNDBANDAKEPPNI ALBUMM.IS OG GOPRO ERU…

0

gopro silver

Albumm.is og Gopro á Íslandi hafa staðið fyrir myndbandakeppni og er nú komið að því að tilkynna sigurvegarann! Verðlaunin eru alls ekki af verri endanum en það er glæsileg Gopro Hero Silver upptökuvél!

Alex Micheal Green og Kolbrún Ýr Sturludóttir

Alex Micheal Green og Kolbrún Ýr Sturludóttir.

Í keppnina bárust mörg mjög skemmtileg, flott og áhugaverð myndbönd en það var myndbandið „Summer in Iceland 2016 – Recap“ sem hreppir fyrsta sætið en það eru Alex Micheal Green og Kolbrún Ýr Sturludóttir sem eiga heiðurinn af því. Mikil vinna fór í myndbandið enda er það einkar glæsilegt!

Einnig eru veitt verðlaun fyrir mestu sköpunargleðina en það er myndbandið Longboard Iceland sem sigraði í þeim flokki. Punks Productions og arctic warrior eiga heiðurinn af myndbandinu og er það einkar skemmtilegt!

Albumm.is og Gopro ætla að skella strax í anna myndbandsleik og eru verðlaunin þau sömu! Fylgist vel með á Albumm.is hér og á Facebook!

Hér fyrir neðan má sjá verðlaunamyndbandið.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með mestu sköpunargleðina.

Comments are closed.