SIGURSVEITIN SPILAR Á STÆRSTU ÞUNGAROKKSHÁTÍÐ HEIMS

0

Hljómsveitin Auðn vann keppnina í fyrra.

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin 6. maí á tónleikastaðnum Húrra í Reykjavík, en í ár keppa sex sveitir í úrslitum og mun fjórtán manna alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar.  Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu fimm sveitanna.

Brjáluð stemning myndast á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air!

Sérstakir gestir verða, en það er hljómsveitin AUÐN sem unnu keppnina hérna heima í fyrra. Það að taka þátt í keppninni opnaði bókstaflega allar dyr fyrir þeim. Eftir að ná þriðja sætinu í lokakeppninni á Wacken 2016, skrifuðu þeir í kjölfarið undir „worldwide“ samning við eitt fremsta og virtasta label í þungarokkinu í dag, sem er franska labelið Season of Mist.

Við hefur svo tekið hver tónleikabókunin á erlendri grundu á fætur annarri og spiluðu m.a. á virtasta metalfestivali Noregs páskahelgina 2016, Inferno Festival. Helgina þar á eftir spiluðu þeir á virtustu hátíð í Hollandi, Roadburn Festival og svo var þeim boðið einnig að spila fyrir dansi á lítilli hátíð í Danmörku sem heitir Roskilde Festival nú í sumar. Sannarlega allt á blússandi siglingu hjá þeim. Auðn mun spila sams konar sett og bandið spilaði á Inferno og Roadburn.

Hljómsveitin Narthraal, sem tók þátt í keppninni 2015, spila einnig sem gestasveit og munu opna kvöldið. Afar hressandi old school dauðarokksband sem hefur verið að gera það mjög gott upp á síðkastið og skrifaði nýverið undir útgáfusamning við finnska labelið Inverse Records. Fyrsta breiðskífa bandsins mun líta dagsins ljós á þeirra vegum í lok maí.

Húsið opnar kl. 19.00

Hátíðin byrjar 19:30

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

CULT OF LILITH
CXVIII
FUTURE FIGMENT
LUCY IN BLUE
NEXION
UNE MISÈRE

Ásamt dómnefnd hafa áhorfendur einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit en atkvæðaseðlar verða afhentir við inngang.

Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar og ná Auðn, þá munu þeir stíga á svið 23:30 og loka kvöldinu.

Miðasalan hefst 24. apríl kl 10:00. Hægt er að nálgast miða á Tix.is.

 

Skrifaðu ummæli