SIGURÐUR PÁLL PÁLSSON

0
AARON LORETH

LJÓSMYNDARI: AARON LORETH

Sigurður Páll Pálsson er einn efnilegasti hjólabrettakappi okkar íslendinga þó víðar væri leitað. Siggi P eins og hann er kallaður hitti Albumm og sagði hann okkur frá Alien Workshop ævintýrinu, Hvernig það var að skeita með átrúnaðargoði sínu í Los Angeles og hvernig það var að fara einn til San Francisco aðeins átján ára gamall.


Hvenær og af hverju byrjaður þú á hjólabretti?

Ég byrjaði árið 2004, þá var ég tólf ára ég var alltaf að spila Tony Hawk Pro Skater tölvuleikinn en einn daginn langaði mig að gera þetta í alvörunni en ekki í tölvuleik. Þetta var bara ótrúlega gaman og er búinn að skeita alveg stanslaust síðan.

Þú fórst á spons hjá Alien Workshop geturðu sagt mér nánar frá því?

Mike Hill eigandi Alien Workshop kom til landsins, Mohawks var að auglýsa að hann væri í skateparkinu útí loftkastala og ég fór þangað til heilsa upp á hann. Ég hitti hann svo aftur á Iceland Airwaves. Við fórum að spjalla en þá kom einhver vinur hanns og sagði við hann „gefðu honum bretti“ stuttu seinna fékk ég sendan pakka frá Alien Workshop, sem var mjög fínt. Ég hélt að þegar maður fengi dót frá skatefyrirtæki að þá þyrfti maður að gefa eitthvað til baka þannig ég byrjaði að filma á fullu. Mike Hill hefur komið nokkuð oft til Íslands þannig við erum orðnir bara nokkuð góðir vinir.

ERNIR EYJÓLFSSON (2)

LJÓSMYNDARI: ERNIR EYJÓLFSSON

Hefurðu ekki gert svolítið af því að fara erlendis að skeita?

Jú, ég fór fyrst út þegar ég var átján ára en þá fór ég til San Fransisco og var rekinn úr skóla fyrir það. Rektorinn sagði að ef ég mundi fara þá yrði ég rekinn, en ég fór samt. Mér var semsagt boðið að fara út og hitta Filmer, hann var ekkert þekktur þá en er núna orðinn svakalega frægur. Það var mjög lærdómsríkt að fara þangað einn, einhver átján ára íslendingur (hlátur). Ég fór svo nýlega til Los Angeles en það var bara spontant ákvörðun, langaði að vita hvernig þetta er. Þegar maður er hérna á Íslandi er maður alltaf að horfa á skatevídeó frá LA, pálmatrén og sólin og maður er alltaf að pæla hvort grasið sé í alvörunni grænna hinum megin þannig ég bara ákvað að fara og tékka á því. Ég á nokkra vini þarna úti í gegnum Alien Workshop þannig ég fæ að gisti hjá þeim.

Er grasið grænna hinum megin?

Pró senan úti er allavega ekki fyrir mig en hún er það fyrir Óla Inga hann er algjör California kid! Ég gæti aldrei búið þarna en það er mjög gaman að fara þangað og það er ótrúlega gott að skeita þarna.

ERNIR EYJÓLFSSON

LJÓSMYNDARI: ERNIR EYJÓLFSSON

Fórstu á alla helstu skatestaðina í LA?

Já ég gerði það og það var geðveikt en svo komst ég inn í eitt lokað skatepark en það var sama kvöld og Alien Workshop fór á hausinn, ég fékk eiginlega að vita af því áður en allt tímið fékk að vita að því. filmerinn sem ég þekkti frá San Fransisco kemur og pikkar mig upp og þá er Anthony Van Engelen í bílnum. Við keyrum í þetta lokaða skatepark og ég labba inn og þá er Guy Mariano að skeita en hann hefur voðalega lítinn áhuga á að hitta mig fyrr en einhver segir honum að ég sé frá Íslandi þá er hann voðalega áhugasamur. Seinna koma svo Ishod Wair og átrúnaðargoðið mitt Jason Dill en hann hleypur upp að mér og er bara „hey Siggi what´s up“ það var geggjað! Einnig voru allir frá Supreme þarna, bara alveg geggjað!

Varstu ekkert smeykur að skeita þarna með öllum þessum stórstjörnum?

Ég var bara all in, en vikuna áður hafði ég snúið á mér ökklann og var ekkert búinn að skeita í viku því ég var virkilega meiddur. Ég bara hlóð í mig verkjalifjum, batt um ökklann og skeitaði eins fast og ég gat. Ég var ekkert stressaður heldur bara ánægður að þetta session var í gangi.

ÓLAFUR INGI STEFÁNSSON

LJÓSMYNDARI: ÓLAFUR INGI STEFÁNSSON

Er þetta ekkert sem þig langar að gera meira af?

Jú algjörlega, ég skeita alla daga og skeita eins fast og ég get þannig það er aldrei að vita.

Þú varst með part í Alien Workshop mynd, fékstu mikla athygli út á það erlendis?

Já ég var með part og ég held að útlendingunum hafi bara fundist þetta skrítið! Þeim finnst ég skeita öðruvísi og parturinn er tekinn upp í Reykjavík og það er eitthvað sem enginn hefur séð þarna áður.

Þú ert ekki bara skeitari heldur ljósmyndari einnig, ertu búinn að taka ljósmyndir lengi?

Ég er búinn að taka ljósmyndir svona virkilega alvarlega í svona eitt og hálft ár, detta inn í filmurnar og svona.

Byrjaðir þú að taka ljósmyndir af hjólabrettum?

Já, en ekkert endilega trikkin sjálf heldur aðallega fílinginn í kringum hjólabrettin, fólkið og svona.

Á ekki bara að gefa út bók?

Ég var með ljósmyndasýningu á Coocoo´s Nest í febrúar og jú það er planið að gefa út bók!

Viltu segja eitthvað að lokum?

Gerðu það sem þú elskar að gera og gerðu það meira, meira og meira!

 

Comments are closed.