SIGURÐUR FLOSASON OG STEFAN BAUER Á MÚLANUM

0

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans miðvikudaginn 9. desember kemur fram skemmtilegur dúett með saxófónleikaranum góðkunna Sigurði Flosasyni og þýska víbrafónleikaranum Stefan Bauer. Stefan hefur verið búsettur í New York undanfarna áratugi þar sem hann hefur meðal annars starfað með þekktum listamönnum á borð við Adam Nussbaum, Tim Hagans, Kenny Werner, Charlie Mariano og Mick Goodrick. Þeir Sigurður munu leika eigin dúóútgáfur af þekktum jazzstandördum úr Amerísku söngbókinn.
Haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans er að renna sitt skeið og eru þetta næst síðustu tónleikar dagskráinnar sem fram hafa farið flest miðvikudagskvöld á Björtulöftum í Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.