SIGURÐUR ÁGÚST PÉTURSSON SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT HJÓLABRETTAMYNDBAND

0

siggi

Þegar hugsað er til Vestmannaeyja er oftast hugsað til Þjóðhátíð, Lunda eða að Spranga, allavega ekki um Hjólabretti. Þótt hjólabrettasenan sé ekki stór í Eyjum þá er þar sena sem nokkrir snillingar halda á lofti.

Sigurður Ágúst Pétursson er fjórtán ára hjólabrettakappi en hann hefur stundað hjólabretti af kappi í þrjú ár. Þegar kólnar fer í veðri og snjórinn fer að falla halda hjólabrettakapparnir sig inn í innanhúsaðstöðu sem kallast „Hvító“ þar eru strákarnir búnir að koma sér upp ágætis aðstöðu.

siggi 2

Sigurður var að senda frá sér glænýtt hjólabrettamyndband, en það er á hreinu að við eigum eftir að sjá meira af honum í nánustu framtíð.

Comments are closed.