SIGUR RÓS OG L.A. PHILHARMONIC Í BEINNI Í KVÖLD!

0

Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á tónleikum í kvöld 14. Apríl ásamt L.A. Philharmonic í Walt Disney tónleikasalnum í Los Angeles. Mikið verður lagt í tónlekana (eins og alla tónleika sveitarinnar) en útsetjarar sinfóníunnar verða meðal annars Dan Deacon, Owen Pallett, Nico Muhly, Anna Meredith o.fl.

Sigur Rósar menn eru afar spenntir fyrir tónleikunum en fimmtán ár eru síðan sveitin spilaði með L.A. Philharmonic. Tónleikunum verður streymt í beinni útsendingu á www.pitchfork.com og byrja herlegheitin stundvíslega kl 20:00 á kalíforníutíma eða kl 03:00 á íslenskum tíma!

Fyrir ykkur sem viljið berja herlegheitin augum er bent á að fara á www.pitchfork.com og á Facebook síðu Pitchfork.

 

Skrifaðu ummæli