SIGRÚN SIF SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „BLACK FEATHERS“

0

sigrun 3

Tónlistarkonan Sigrún Sif Jóels eða MamaWolf eins og hún kallar sig stundum var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Black Feathers.“ Myndbandið var frumsýnt á afmælistónleikum Tónverks Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum í síðustu viku við góðar undirtektir.

sigrun 4

Sigrún Sif hefur verið að koma fram með tónlistarmanninum Einar Indra og notast hún þar við áðurnefnt nafn MamaWolf.

Myndbandið er unnið af Anra films (Annetta Ragnarsdóttir) en lagið er samið af Sigrúnu og Haraldur V. Sveinbjörnsson sá um útsetningu.

Sigrún er að leggja lokahönd á þröngskífu sem er væntanleg með haustinu.

Comments are closed.