SIGRÍÐUR THORLACIUS OG VALDIMAR GUÐMUNDSSON SÉRSTAKIR GESTIR Á SUNNUDJASSI BRYGGJUNNAR

0
Valdimar_Sigr
Sigríður Thorlacius & Valdimar Guðmundsson verða sérstakir gestir á næsta Sunnudjassi í tilefni Valentínusardagsins. Þau koma til með að syngja nokkur vel valin lög við undirleik hljómsveitar Bryggjunnar en hana skipa tónlistarfólk úr landsliði íslenskrar tónlistar hverju sinni.
Hljómsveit Bryggjunnar sunnudaginn 14. febrúar skipa: Óskar Guðjónsson: tenór saxófónn, Hjörtur Ingvi Jóhannsson: píanó,  Andri Ólafsson: kontrabassi og Matthías Hemstock: trommur.
Boðið verður uppá sérstakan matseðil í tilefni dagsins og eru vinir, pör, hjón og allir sem kunna að elska eða vilja læra það hvattir til að mæta og njóta. Ást og friður frá Bryggjunni.  
Tónleikarnir hefjast um klukkan 20:00 – FRÍTT INN.

Comments are closed.