SIGGI Í NOLAND

0

_DSC6602Siggi í Noland er einn af frumkvöðlum í snjó og hjólabrettamenningu á Íslandi. Hann opnaði sína fyrstu búð aðeins tuttugu og eins árs. Síðan þá hefur hann tekið Mc Twist í gegnum lífið.


 

Þú opnaðir verslunina Holan á Akureyri, hvenær var það?

Ég opnaði Holuna árið 1996 þá tuttugu og eins árs gamall. Aðdragandinn að því var að ég var á skíðum uppí Hlíðarfjalli og Jói og Jón Teitur úr Týnda Hlekknum voru þarna á snjóbrettum, allir í Sessions fötum og geðveikt cool. Ég var á skíðum í púðabuxum, alls ekki cool. Ég fór og keypti mér snjóbretti og fór að renna mér en auðvitað varð ég að vera vel dressaður líka þannig ég fór reglulega að hringja í Týnda Hlekkinn og panta föt þaðan. Ég kynntist öllu fólkinu þar eins og Rúnari, Heiðu, Jóa og Jón Teiti. Það var engin svona verslun á Akureyri. Ég og Jóhann vinur minn ákvöðum að opna snjó og hjólabretta verslun á Akureyri. Ég kynntist svo Móða uppí fjalli og við þrír ætluðum að opna Holuna. Jóhann datt svo út þannig ég og Móði opnuðum Holuna bara tveir.

_DSC6560

Var ekkert mál að opna búð tuttugu og eins árs gamall?

Nei nei við bara notuðum afganga til að smíða innréttingar, gerðum þetta mjög ódýrt. Við áttum ekki krónu en við náðum að selja hugmyndina í Búnaðarbankanum á Akureyri. Til að byrja með keyptum við allar vörurnar í gegnum Týnda Hlekkinn en fórum svo að taka inn hin og þessi merki eins og Elwood. Þetta var eitthvað nýtt á Akureyri og við vorum ekkert sérstaklega vel liðnir í samfélaginu. Það héldu allir að við værum algjörir hálfvitar þótt við erum allir mjög góðir drengir. Eitt skiptið braut strákur rúðu í apótekinu á Akureyri og hann var á hjólabretti og maðurinn sem átti apótekið kom og reyndi að rukka okkur fyrir það, bara af því að við vorum að selja hjólabretti, fáránlegt.

Hvað var Holan opin lengi?

Ég flutti suður árið 1998 og var í Reykjavík í eitt ár og vann þá í Týnda Hlekknum. Á meðan var Móði með Holuna fyrir norðan. Ég flutti aftur norður en við seldum svo Holuna árið 2000.

Hefur ekki verið mikil breyting í þessum bransa?

Jú, við eigum svolítið stórann þátt í þessari brettamenningu á Akureyri og það voru alls ekki margir á snjóbretti fyrir norðan þegar ég byrjaði. við fórum að selja Burton og fleiri merki og það var svolítil bylting í bæjarfélaginu. Það var verið að hreyta í mann uppí fjalli og maður litinn miklu hornauga en þetta er gjötbreytt í dag. Það eru þrír íslenskir „pró“ snjóbrettagaurar og þeir koma allir frá Akureyri.

_DSC6632

Áttu einhverja góða sögu frá Holu tímabilinu?

Já já þetta var náttúrulega alveg ógleymanlegur tími. Fólkið úr Hlekknum voru að koma norður og þá var bara gist í búðinni. Ef það var sól og púður þá var skellt upp skilti í búðinni sem á stóð lokað vegna veðurs, þá fórum við í fjallið en jú það er til nóg af sögum, geymum það þangað til seinna (hlátur).

Hvað tók við eftir Holuna?

Ég flyt aftur til Reykljavíkur og fer aftur að vinna í Týnda Hlekknum en svo seldu Rúnar og Heiða Hlekkinn og stuttu seinna lokaði Hlekkurinn „for good.“ Ég fór að vinna í Nanooq sem varð svo Útilíf en ég sá um brettadeildina þar. Mér var svo boðið að reka Smash og ég gerði það eftir smá umhugsunarfrest. Ég var þar í fimm ár. Ég kynntist Kristjáni í gegnum Ntc. Á þessum tíma var ég oft að fara til San Diego á sýningar og svona og mig langaði að taka einhvern með mér og Kristján varð alltaf fyrir valinu sem var ótrúlega gaman, keyrandi um á blæjubílum og svona :). Við ætluðum að kaupa Smash en það gekk ekki upp þannig við fórum að leggja drög að því að opna búð saman sem varð síðan Noland. Við opnum fyrst á Laugavegi árið 2007 en fljótlega færðum við okkur uppí kringlu og erum búnir að vera þar síðan, en vorum reyndar að opna aftur á Laugaveginum.

_DSC6577

Hvernig er að vera á þessum tradeshows erlendis, er þetta bara vinna vinna vinna?

Nei ekki alveg meira svona partý partý partý, en það fylgir þessu mikil ábyrgð. Maður er að kaupa inn fyrir verslunina þannig maður er ekki að gera bara eitthvað. Maður er líka búinn að kynnast fullt af fólki útum allan heim sem er alveg eins og við sem erum að skeita, surfa eða á snjóbretti, finnst gaman að klæða sig flott í „cool sneakers.“ Þetta er líka áhugamálið manns, maður er bara svo heppinn að geta unnið við áhugamálið sitt. Uppáhalds sýningarnar mínar eru í Berlín og í San Diego, maður er tuttugu mínútur í leigubíl yfir til Mexico. Það getur verið svolítið „scary“ en ég hef farið þangað tvisvar, ekkert brjálæðislega góð hugmynd samt. Eitt skiptið var ég í Berlín og ég átti að fara á fund daginn eftir með einhverjum Jason. Um kvöldið var ég á einhverjum stað og einhver benti mér á þennan Jason og ég geng að honum og segi við hann að við eigum fund daginn eftir, svo endum við einhverstaðar berir að ofan í svaka stuði. Ég og Stjáni förum svo daginn eftir til að hitta hann á fundinum. Við erum búnir að vera um korter á fundinum en þá átta ég mig á því að þetta er ekki sami Jason, frekar fyndið.

_DSC6543-2

Hvernig finnst þér aðstaðan vera til hjólabrettaiðkunar vera á Íslandi?

Það vantar klárlega góða innanhúsaðstöðu fyrir hjólabrettafólk. Fólki finnst oft skeitarar vera fyrir en ég held það sé bara útaf því að þeir hafa engan annan stað til að fara á. Loftkastalinn er búinn að loka og það er meira að segja búið að teppaleggja eitt parkið í Laugardalnum og svo var fenginn einhver golf arkitekt til að hanna nýja parkið í Laugardalnum sem er engan vegin nógu gott, mjög spes. Svo eru keyptir einhverjir Rhino pallar og þeim hent hingað og þangað og mjög oft á lélegt malbik. Af hverju ekki að sleppa því að kaupa alla þessa Rhino palla og gera frekar eitt stórt gott skate-park, það er bara engin hugsun á bakvið þetta. Rune Glifberg kom hingað fyrir um ári og hann er að setja upp fullt af pörkum í Danmörku. Hann hitti aðila úr ríkisstjórninni og var að útskýra fyrir honum að það er mikil þörf fyrir þetta hér á landi og ekki bara fyrir skeitara heldur fyrir alla. Foreldrar sem eiga krakka sem vilja stunda hjólabretti vilja eflaust vita af krökkunum sínum í öruggu umhverfi.

Hvað værirðu að gera ef þú hefðir ekki fengið áhuga á bretti og opnað búðir?

Ég var mikið í hestum og íshokkí fór líka í grunnnám í rafiðn, úff veit það ekki, en kannski væri ég rafvirki eða tamningamaður eða íshokkí stjarna í Kanada. Fyrsta skiptið sem ég droppaði á palli þá ökklabrotnaði ég. Opið beinbrot, Þar fór íshokkíferillinn.  Ég gleymi aldrei einu „mómenti“ og það er þegar ég fór fyrst til San Diego árið 1998. Ég og Rúnar Ómarsson (Nikita) vorum að  keyra hjá ströndinni og það hleypur krakki með surf bretti útá götuna og við vorum næstum því búnir að keyra á hann. Við neglum niður og ég lít til hliðar, þá sé ég eld gamlan kall með sítt hvítt hár og sítt hvítt skegg með longboard-ið sitt. Hann að fara að surfa með barnabarni sínu. Við þetta gerðist eitthvað og ég sagði við sjálfan mig, „ég ætla að vera þessi gaur.“

_DSC6584

Hvar sérðu þig eftir 20 ár?

Ég verð klárlega einhverstaðar að skeita eða surfa með barnabarninu mínu.

Comments are closed.