Sigurður Óskar Baldursson eða Siggi Litli eins og hann er kallaður var að senda frá sér breiðskífuna Fíkill. Áður hefur Siggi sent frá sér tvær smáskífur/mixtape’s að nafninu „Svo Þeir Hvíli Í Friði“ og „Trap Líf.“
Á nýju plötunni sem inniheldur níu lög lýsir hann lífi sínu seinustu fjögur árin þar sem hann barst við fíknina og varð svo að lokum edrú. Á plötunni kemur fram einn söngvari og ein söngkona. Söngvarinn sem kemur fram í lagi númer sjö á plötunni heitir Georg Ingi Kulp, og rekur hann stúdíóið Studio Sound, hann bæði tók upp og pródúseraði plötuna ásamt Marino Breka. Söngkonan heitir Elísabet Baldursdóttir, og er litla systir Sigga Litla en hún syngur viðlagið í lagi númer fimm á plötunni og kemur einnig fram í myndbandinu.
Hér má hlusta á plötuna í heild sinni: