SIGGI LAUF SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „LA TÝPAN“

0

madman11

Siggi Lauf hefur látið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er hvað þekktastur fyrir lag sitt „Í frelsarans nafni“ sem gefið var út á smáskífu árið 2006 og olli talsverðum usla. Í kjölfarið tók hann þátt í sjónvarpsþættinum ,,Bandið hans Bubba“ og gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2010 en hún ber nafnið „Barn síns tíma„.

Undanfarin ár hefur Siggi Lauf verið að senda frá sér lög og prófað sig áfram með nýjan hljóðheim með aðstoð góðra manna en þar ber helst að nefna Jakob Jakobsson sem þenur harmónikku ásamt bræðrum Sigga, Samúel sem sér um Beatbox og Aðalsteini sem syngur bakraddir. Upptökustjórinn er Dóri, kenndur við hljómsveitina „Legend“ en hann hann skreytir einnig lagið með raftrommum og hljómborðum.

Lagið var samið á síðasta ári. Siggi Lauf sótti innblástur í undirheimastríð sem hefur verið mikið fjallað um í fjölmiðlum. Siggi bjó til karakter sem hann kallar LA týpuna; sá er hrikalega ánægður með lífið og tilveruna en fyrst og fremst með sjálfan sig. í millikaflanum tæklar Siggi Lauf þetta undirheima gelt og fannst honum því tilvalið að fá vin sinn, Benjamín Þór sem sögumann í lagið. Benjamín verið mjög áberandi undanfarið í fjölmiðlum vegna samskonar mála og lagið fjallar um. Benjamín Þór er þekktastur fyrir framúrskarandi vinnu sem einkaþjálfari í dag og á hann flesta keppendur á verðlaunapöllum í fitness. Benjamín er einnig hörku gítarleikari og söngvari.

 

Fleiri lög frá Sigga Lauf:

 

 

 

 

Comments are closed.