SÍÐUSTU TÓNLEIKAR HAUSTDAGSKRÁR JAZZKLÚBBSINS MÚLANS Í KVÖLD

0

muli 1

Það er komið að síðustu tónleikum haustdagskrár Jazzklúbbsins Múlans, í kvöld miðvikudag 16. desember, sem staðið hefur yfir frá september með vikulegum tónleikum í Hörpu. Múlakvintettinn kemur fram og blæs inn jólin með jólalögum í skemmtilögum útsetningum í bland við annað efni. Meðlimir hljómsveitarinnar eru, Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson sem leika á saxófóna, píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson, Þorgrímur Jónsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Scott McLemore. Múlinn snýr síðan aftur á nýju ári með spennandi dagskrá í Hörpu.

muli 2

Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000 en 1000 kr. fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.