The show must go on: Þetta gerist ekki af sjálfu sér

0

Eftir frábæra jólatónleika hjá Eyþóri Inga, og hvað ég heillaðist af þeim þá fékk ég skrítna tilfinningu, svona eins og ég væri að skrópa í mikilvægt fjölskyldujólaboð. Ástæðan er sú að í næstum 10 ár hef ég mætt á Jólagesti Björgvins Halldórssonar, en sökum óskipulags þar sem athyglisbresturinn er ekki alltaf með mér í liði næ ég ekki að fara í ár. Í einhverri íslenskri meðvirkni ákvað ég að athuga hvort ég mætti stelast á loka æfinguna. Grúppían sem ég er fór í það að reyna plögga því að ég og ljósmyndari hjá Albumm myndum fá að koma á æfinguna.

Klukkan þrjú sama dag fæ ég boð um að við gætum komið klukkan sex ef við lofuðum því að vera ekki fyrir. Litli trommarinn í mér ljómaði allur. Enda samviskubitið að magnast, sem er skrítið því ég er ekkert sérstakt jólabarn, en það er eitthvað göldrótt við þessa árlegu tónleika Björgvins og hans jólagesta. Ég átti samt stefnumót við konuna mína þar sem við náðum einum degi barnlaus til að fara klára jólainnkaupin, en hún veit hversu mikill aðdáandi ég er og er hún orðinn vön þessum furðulegu uppátækjum mínum svo hún svaraði „já verð ég ekki að leyfa það? ég veit hvað þú lítur upp til Bó og missir af tónleikunum í ár.” Jólin komu snemma hjá mér í ár þökk sé þolinmóðari og skilningsríkri konu.

The show must go on!

Ég flýti mér eins og lítill krakki með skóinn út í gluggann beinustu leið í Hörpuna. Þó ég sé bara að fara til að vera fluga á vegg á æfingu þá er einhver skemmtileg jóla tilfinningin sem hellist yfir mig því Björgvin og Jólagestir hafa alltaf komið með jólin til mín á hverju ári. Á leiðinni hugsaði ég með mér, „ég hlakka svo til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig.“ Þegar ég er að leggja bílnum átta ég mig á því hvað þetta er sérstök stund, að fá að sjá allar þessar stórstjörnur æfa sig.

Á móti okkur tekur glaðlynd stelpa sem segir okkur að vera ósýnilegir. Þresti fer beint út í horn hjá stórsveit jólagesta því þar nær hann besta sjónarhorninu. Sjálfur reyni ég að láta lítið fyrir mér fara og kem mér fyrir við innganginn, en sé þá hvar sjáfur kóngurinn situr við endann á borði þar sem stjórnendur sitja við tölvu og síðustu tónar, hreyfingar, skiptingar og hvað eina er út sett. Það er sérstök tilfinning að labba inn í þennan heim sem Björgvin er búinn að skapa gegnum árin.

Við mætum rétt fyrir æfingu, og hljómsveitin er mætt og liðið byrjar að týnast inn. Ég sé Úlfar Þórisson og Björgvin ræða saman, og ákvað ég að rölta til þeirra og segja hæ. Ég sé að Björgvin er ekki sá hressasti, hann er víst með inflúensu og vill sem minnst tala enda þarf að spara gullbarkann. En the show must go on, Björgvin lætur ekki smá pest stoppa sig, en svona getur álagið farið með röddina, því hann leggur allt í þetta, og það er virðingarvert hvað hann er mikill show man og að hann bókstaflega leggur allt í sölurnar til að skapa þessa jólatónleika og láta þessa risatónleika ganga upp.

Metnaðarfull og sérstök stemmning hjá landsliði jólana!

Ég bæði sé og finn hvernig allir vita sinn stað enda vel skipulagt. Hver jólagesturinn týnist inn, það er gaman en á sama tíma sérstakt að sjá í andlitum jólagestanna smá stress. Spenna og einbeiting skýn úr andlitum þeirra allra en það er einmitt þetta sem gerir þau einstök og ástæðan fyrir því að þau eru þar sem þau eru í dag, metnaður að gera sitt besta og gleðja tónleikagesti. Það er líka ábyrgðar mikið að vera jólagestur hjá Björgvin. Enda veit hann nákvæmlega hvernig hann vill hafa þetta, jólabarnið setur standardinn hátt hjá gestunum því hann fer fram á að allir skili sínu faglega frá sér. Því hann gerir það sjálfur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Landslið tónlistarfólks og reynsluboltar í hverju hlutverki.

Ég lít í kringum mig, og það er sama hvert ég lít, það eru stórskotalið á hverjum stað, en það er ekki á hverjum degi sem maður sér þessar skæru jólastjörnur svona einbeittar, það er samt svolítið sérstakt að upplifa þessa stemmningu, hún einkennist af stressi, gleði og jólum. Það er samt rosalegt að sjá þetta svona í návígi, og finna metnaðinn hjá öllum, því allir vilja að tónleikarnir séu uppá 10. það eru ótrúlega margir sem koma að þessu.

Fyrir utan jólagestina er er það stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit Jólagesta undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, karlakórinn Þrestir undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar, Gospel kór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir settir í lítið rími þar sem farið er yfir komandi keyrslu,og farið í rennsli eins og tímalínan er plönuð. Í ár eru það 5 tónleikar á þrem dögum og því er í mörg horn að líta, og Gunnar Helgason er óhugnanlega rólegur, en á magnaðan hátt stýrir hann æfingu eins og herforingi, en á sama tíma er hann sambland af góða kennaranum og ofvirka stráknum í bekknum. Og Virðingarvert að sjá hann passa uppá að hallir geri sitt, en maður sér líka að honum er umhugað að öllum líði vel.

Einstök upplifun og falleg fjölskylda!

Þetta var einstök upplifun að sjá þetta svona í návígi, og að sjálfsögðu sparaði Björgvin röddina, það er talið í og ég fæ gæsahúð að rifja þetta upp, og upplifa þessa tónleika í svona miklu návígi. Er magnaður kraftur í öllum kórunnum og í raun óskiljanlegt hvað þetta gekk vel þrátt fyrir að gestgjafinn hafi að mestu haldið sig til hlés. Dagur Sigurðsson stökk stundum í skarðið og söng löginn fyrir Bó til að spara röddina hans, en það þurfti að rúlla yfir öll löginn.

Maður sér hvað þetta er orðinn þéttur hópur sem kjarninn er, og mig er farið að hlakka til næstu jóla, og ég ætla svo sannarlega að fara á Jólagesti 2019. En þetta er orðinn fjölskylda, og það sem sýnir kærleikann best er að Sena og flytendur lagsins „Aleinn um jólinn“ ætla að heiðra minningu Stefáns Karls með því að gefa lagið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. En á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins í fyrra sungu Björgvin Halldórsson og Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin” í Hörpu og vakti atriðið mikla lukku. Reyndist þetta vera síðasta opinbera framkoma Stefáns Karls en hann féll frá ekki fyrir löngu síðan eins og alkunna er, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Lagið var samið fyrir plötuna Jól í Latabæ þar sem Stefán söng lagið sem Glanni glæpur með Kristjáni Kristjánsyni, KK. Lagið er komið inn á Spotify og aðrar veitur þannig að nú geta allir notið þessa ógleymanlega flutnings hvar og hvenær sem er. En hér má heyra viðtal við Mána Svavarsson um tilurð lagsins.

Jólagestir Björgvins í ár eru:

Daði Freyr – Dagur Sigurðsson – Fiðrik Dór – Gissur Páll – Glowie – Jóhanna Guðrún – Selma Björnsdóttir – Svala og að sjálfsögðu Jólastjarnan 2018, Þórdís Karlsdóttir. Tónleikarnir fara fram í kvöld 20 des, 21. Des og 22. Des í Hörpunni. Örfáir miðar eru eftir og hægt er að nálgast þá hér.

Texti: Steindór Þórarinsson.

Ljósmyndir: Þröstur

Skrifaðu ummæli