SHADES OF REYKJAVÍK

0

sor8

Shades Of Reykjavík er hljómsveit, fjöllistahópur, crew og skeitarar. SOR er mjög fjölhæfur hópur og er margt til lista lagt. Sor hafa oft verið á milli tannanna á fólki, en sannir snillingar eru iðulega á milli tannanna á fólki! Albumm hitti Sor á koníakstofu í Reykjavík og þeir sögðu okkur frá öllu ruglinu, listinni og hvernig þeir snéru blaðinu við, sér í hag. Tími Shades Of Reykjavík er kominn. Eins og þeir segja: „Shades Of Reykjavík eru komnir til að taka yfir!“


Hvernig byrjaði Shades Of Rreykjavík ævintýrið?

Ppuffin:  Við gefum út fyrsta lagið okkar og video árið 2012 en það var akkúrat á afmælisdaginn minn. Við förum á djammið, first fer ég á Prikið og þar er verið að spila lagið mitt, ég fer á Factory og þar er verið að spila lagið mitt ég fer a nokkra staði og allstaðar er verið að spila lagið mitt! Ég bara AAHHRRGGHH!!! Í ruglinu sko (hlátur) þetta fokkar manni alveg rækilega upp sko!

Elli Grill: þetta gerðist allt mjög hratt. við fórum allir yfir um og það varð allt brjálað . Ég var að fara á sjóinn í mánuð. Kvöldið áður en ég átti að fara vorum við allir upp í sveit að synda í einhverju vatni, mjög gott vibe í gangi. Mánuði seinna þegar ég kem til baka er allt í fokking fokki! Það var allt í svo miklu rugli að ég þurfti bara nokkrar vikur til að átta mig á hvað hafði gerst.

Hbequal: Við vorum með íbúð á Laugavegi og Elli kom þangað beint af sjónnum. Þá var Robbi í einhverjum konu búning.

Elli Grill: Já einmitt og ég tek upp myndband sama dag og ég kem í land. Ég kem upp í íbúð og þar var Robbi búinn að breyta sér í konu og hann vill að ég filmi einhverja faldna myndavél. Hann var búinn að raka sig allann, lappirnar og allt. Robbi var að frístæla yfir eitthvað kompu beat og ég geri myndband við það. Þetta er fríkað myndband! Það hefur enginn séð þetta (hlátur).

sor4

Ppuffin: Þetta er búið að vera ein stór manía. Þegar Elli kemur af sjónum þá er brotlending, ég er að brotlenda eftir sumarið og er búinn að upplifa þetta flug eftir þetta lag.

Ppuffin: Við bjuggum þrír saman á Laugaveginum og þetta var svo mikið flug og svo mikið partý.

LaFontaine: Ég bjó í Kóp á þessum tíma en ég var straight í þrjá mánuði hjá þeim á Laugavegi. Ég svaf bara í sófanum.

LaFontaine: Það voru rúm í hverju horni og það var búið að setja tjöld á milli. Þangað kom maður bara án þess að hringja á undan sér. Arnar, Karvel og Robbi bjuggu þarna.

Ppuffin: Þetta var okkar íbúð en svo var fullt af random fólki þarna.

Elli Grill: Ég ætlaði aldrei að verða rappari en þarna var alltaf verið að frístæla og maður var þarna 24/7 þannig ég byrja að frístæla. Stundum voru þessi frístæl session svakaleg, stóðu yfir í marga klukkutíma.

Ppuffin: Ég var alltaf að ýta á Ella að fara að semja texta, vera með okkur í þessu. Elli var alltaf með okkur í video productions. Ég og Elvar byrjuðum á að gera skate video en mig langaði að fá hann með í allan pakkann. Hann var úti á sjó að æfa sig og þegar það var ekkert að gera á sjónum var hann að skrifa texta. Shades Of Reykjavík er mjög þéttur hópur! Mér finnst mjög gott að fara í goðafræðina, í ásgarðinn. Þar sem guðirnir eru að berjast á daginn en sitja svo saman á kvöldin og drekka. Þannig lýt ég á þessa hljómsveit. Við getum rifist og verið brjálaðir út í hvorn annan en í lokin setjumst við niður saman og erum vinir. Við tökum þessu ekki of alvarlega og við erum búnir að læra að droppa okkar egói gagnvart hvor öðrum en við munum alltaf hafa okkar egó.

Elli Grill: Við vorum að spila í Hjartagarðinum en þá var ég nýbúinn að kynnast ghetto techno frá Detroit. Ég er alinn upp við techno frá bróður mínum en hafði aldrei heyrt ghetto techno. Það blandast rosalega vel við Hip Hop. Um miðnættið erum við akkúrat að spila ghetto techno og LaFontaine verður handtekinn á meðan að lagið er að spilast.

LaFontaine: Ég er að beatmixa lag með Björk inní og löggan byrjar að handtaka mig.

Elli Grill: Það púa allir á lögregluna en þeir segja okkur að slökkva á tónlistinni, ég segi við lögguna að við verðum að klára lagið! „þetta er fokking Björk, þú slekkur ekki á Björk!“ En út frá þessu förum við að gera ghetto techno undir nafninu Kex Verk Klan. Það eru komin út tvö lög.

Ppuffin: Það halda allir að við erum bara  hip hop en Shades Of Reykjavík er miklu meira en bara það. Við erum skeitarar, video gaurar, Motorcross gaurar, við komum upprunalega úr þessu jaðarsporti eins og margir aðrir listamenn gera.

Elli Grill: Hip Hop er bara grunnurinn. Sem er mjög góður grunnur því í því er flæði, það er funky sjitt.

Ppuffin: Hip Hop er cool núna og skate er einnig cool núna.

Elli Grill: Það hefur sko ekki alltaf verið þannig.

Ppuffin: Núna er hjólabretti ein stærsta íþrótt í bandaríkjunum, ef íþrótt skildi kalla. Sem er algjör snilld.

Elli Grill: Eins og gömlu íslensku skate myndirnar, t.d. Tónlistin í Tantrum var geðveik. Aphex Twin, Boards Of Canada, þar fékk maður bara undergroundið beint í æð. Hjólabretti hefur haft rosaleg áhrif á Shades of reykjavík.

sor5

Ppuffin: Já algjörlega og Þetta ævintýri byrjar allt með Arnari, Mána og Ella.

Elli Grill: Já en án þess að vita hvað við værum að fara að gera.

Ppuffin: Á þessum tíma var ég í húsasmíðinni og var algjörlega kominn með uppí kok á því og að vera sagt að gera eitthvað sjitt sem ég hafði ekki áhuga á að gera. Kosturinn við mig er að ég er mjög þrjóskur á að klára hlutina. Ef ég byrja á einhverju þá vil ég klára dæmið. Ef ég byrja á húsasmíði þá klára ég það. Ég var alltaf með Elvari á þessum tíma og þegar ég klára námið þá sko byrjar þetta fyrir alvöru.

Elli Grill: Ég og Ppuffin fúnkerum mjög vel saman. Ég var með sýn á öllu en var ekki með neitt í framkvæmd. Ég var rosalega ímyndunarveikur sem krakki, það héldu allir að ég væri eitthvað skrítinn sko (hlátur).

Ppuffin: Ég er algjör innspýting og ég er með framkvæmdargleðina. Ég hef unnið mér inn traust frá strákunum. Þegar ég byrja að tala um að eitthvað er að fara að gerast þá mun það gerast.

Ppuffin: Þegar þetta er að byrja þá er ég og Emil alltaf að hanga saman. Við gerum ekkert annað en að skrifa og rappa. Emil er á fullu að gera takta, hann  gerir svona tvo takta á dag. Ískrap kemur út, svo Álfheimar og Lúpínublús þetta voru lög sem voru gerð bara einn tveir og þrír. Það kunni enginn að mastera þannig við fengum Gnúsa sem er núna í Amabadama til að mastera en svo kom Biggi Bix inní þetta líka hann masteraði t.d. Töfrateppi. Vinsælustu lögin okkar voru gerð á tveim vikum, þetta crew er ment to be.

Hbequal: Ég var ekkert byrjaður að gera neitt með ykkur þá. Var bara homie.

Krákan: Þú varst alltaf með eitthvað weed þarna á kantinum (hlátur)

Hbequal: Árið 2012 þegar þetta var allt að byrja og öll þessi geðveiki í gangi þá var ég alltaf hlutlausi gæinn, var bara að fylgjast með.

sor-3-web

Krákan: svo byrjaði hann að gera beat og hann byrjar á að gera bara mjög feit beat!

Ppuffin: Ég og Hbequal erum það góðir vinir að ég var bara „Hbequal er með

Hbequal: Ég er samt mjög feginn að hafa ekki verið meira með þegar öll þessi geðveiki var í gangi (hlátur) Ég sá hvað var í gangi og sá hvað ætti ekki að gera.

Ppufin: Shades of Reykjavík er ákveðin meðvitund sem lifir innra með okkur. Við vitum hvert við erum að fara en við vitum ekkert hvernig það gerist.

Hbequal: Þetta er allt að verða að veruleika núna.

Elli Grill: Allt þetta tal er að verða að veruleika og það er þannig sem þetta gerist. Maður setur hugsanir sínar í veruleikann. Þetta byrjar allt inni í hausnum á manni og inn í hjartanu á manni. Shades Of Reykjavík er einn stór listahópur og hann á bara eftir að þróast  miklu meira, þetta er rétt að byrja!

Ppuffin: Við verðum að skapa og við fáum mjög mikið út úr því að skapa.

Hbequal: Fólk er alltaf að spyrja: „hvernig náið þið þessu soundi, hvað kostar þetta video?“

Ppuffin: Þegar þetta crew kemur saman þá erum við að tala um minnst 200 milljónir.

Elli Grill: Það er geðveik saga hvernig Jóhannes Lafontaine kemur inní krúið. Hann var 17 ára. Ástæðan fyrir því að hann kom inní þetta er að hann kemur með hugmyndir, það eru margir sem koma með hugmyndir en það eru ekki allir sem framkvæma þær. Hann kemur með hugmynd og hann vill framkvæma hana innan klukkutíma ef það gerist ekki þá framkvæmir hann aðra hugmynd. Ég er búinn að þekkja Lafontaine í tvo mánuði þegar hann segir „ég ætla að flúra Elli Grill á rassinn á mér.“

LaFontaine: Nei nei það var ekki þannig sko! Við vorum allir uppí stúdíói og þú segir djöfull væri fyndið ef einhver værir með Elli Grill tattú. Innan hálftíma er ég kominn með Ella Grill tattú á rassinn.

Ppuffin: Síðan fer hann nakinn á bretti frá Hallgrímskyrkju niður á Ingólfstorg, snilld!

LaFontaine: Þetta var á sunnudegi og akkúrat þennan dag var fjölskyldu afmælið mitt. Ég mætti of seint í mitt eigið afmæli. Það voru flestir farnir og maturinn nánast búinn. Ég sit þarna með pabba „hva, það eru bara allir farnir“?

Elli Grill: Þetta var algjör snilld! Ég hef aldrei séð hann skeita svona hratt niður bankastræti áður! Ég á eftir honum með cameruna.

LaFontaine: Þegar ég kem að horninu hjá Sólon þá olla ég uppá kantinn og þar sitja einhverjar tvær píur og bara öskra! fá tittlinginn beint í andlitið. Ég var skellihlæjandi alla leið niður á Ingó með nærbuxurnar í hendinni. Á Ingólfstorgi stekk ég af brettinu fer í nærbuxurnar öfugt og þær rifnuðu. Ég stend bara þarna að bíða eftir Elvari (hlátur). Það þótti öllum geðveikt þegar ég byrjaði að hanga með Shades Of Reykjavík. „hey ert þú ekki að hanga með Shades Of Reykjavík?“ „uuu  ég skeita með þeim.“ Ég hitti Ella fyrst í skateparkinu í Loftkastalanum. Hann var að skeita með einhvern ógeðslegan stráhatt á hausnum „hvað er þessi gaur að gera með þennan hatt, hann er fáránlegur.“ Einu ári seinna er Elli orðinn besti vinur minn og ég á Extreme Chill Festival í krókódólabúning með þennan stráhatt á hausnum (hlátur).

sor7

Elli Grill: Þessi hattur kemur frá kristjaníu, fyrst leit hatturinn geðveikt smooth út en eftir ferðalagið var hann ógeðslegur. Þessi hattur er búinn að fara í gegnum margt. Fólk segir kannski „asnalegur hattur“ en fólk veit ekki alla söguna á bakvið hattinn. Ég á þenna fokking hatt og ég er ekkert að fara að gefast upp á þessum hatti! (hlátur)

Ppuffin: Staðan á Shades Of Reykjavík hefur aldrei verið betri og núna. Við höfum upplifað svörtustu hliðar á lífinu og líka björtustu hliðar á lífinu en í dag erum við allir edrú og okkur líður alveg ótrúlega vel!

Hver eru ykkar framtíðarplön?

Elli Grill: Halda áfram að gera það sem við gerum og virkja hliðarverkefnin okkar. Við erum með þátt á fm xtra á hverjum föstudegi. Þar getur fólk hlustað á það sem við erum að gera og hvað við erum að fíla.

Ppuffin: Við erum allir í sama liði og stefnum allir á það sama.

Krákan: Við erum búnir að taka okkur verulega á og nokkrir af okkur eiga börn. Við ætlum að fylgja góðum straumum og ætlum að gera það sem gerir okkur góða og halda áfram að vera samheldur hópur. Eftir að við ákváðum að taka okkur á er andinn í hópnum allt annar og þá fara hlutirnir að gerast. Það er engin gremja og það er ekkert kjaftæði í gangi og ef það kemur upp eitthvað drama þá er það bara rætt og strokað út

Ppuffin: Það er fullt af stuffi að fara að gerast og það verður áhugavert fyrir fólk að fylgjast með okkur.

Ppuffin: Við viljum að shades of reykjavík gefi ungu fólki innspýtingu í það sem það vill gera. Að við getum verið inspiration fyrir krakka sem t.d. finna sig ekki í hefðbundnu námi, krakka sem eru ekki að finna sig og eru jafnvel sett á lyf útaf því. Þetta eru krakkarnir sem eiga mestu möguleikana á að gera sem þeim finnst skemmtilegt og fylgja hjartanu sínu. Við viljum ná til ungs fólks sem eru í sömu pælingum og við og við viljum segja við þau að þetta er ekkert mál. Búa sér til hóp af fólki og fyrst og fremst að hafa gaman af því sem maður er að gera. Að vera úti og að upplifa umhverfið er mjög mikilvægt.

Elli Grill: Skeitarar eru náttúrubörn borgarinnar.

Krákan: Við erum allir strákar sem ættum að vera greindir með það sem ég kalla abc, ekki fokking kalla þetta adhd það er ekki til! Maður á ekki að fara á lyf heldur á maður einfaldlega að borða hollan og góðan mat, maður á ekki að láta skólakerfið ýta sér niður. Ekki halda að þú sért heimskur þótt þú kannt ekki t.d. stærðfræði. Það sem við viljum koma á framfæri er:

Gerðu það sem þú villt, fylgdu hjartanu og ekki hlusta á fólkið sem er að reyna að berja þig niður“

Ppuffin: Mér finnst magnað að skólakerfið er sífalt að reyna að aðlaga krakka að skólakerfinu í staðin fyrir að reyna að aðlaga skólakerfið að krökkunum, þetta meikar ekkert sens!

Krákan: En það eru líka til mjög flottir kennarar í skólunum sem eru að gera frábæra hluti.

Ppuffib: Ég var greindur með adhd og var settur á lyf. Ég fann kaldann svita, mér var óglatt og sköpunargleðin mín hvarf. Þegar ég hætti á rítalíni þá byrjuðu hlutirnir að gerast. Ungt fólk sem er á þessu þurfa að segja nei við þessum lyfjum og þá fara hlutirnir að gerast. Rítalín er ekkert nema amfetamín og það er ekki eðlilegt að gefa krökkum amfetamín.

Elli Grill: Við komum allir úr þessum pakka og kannski þess vegna erum við svona grimmir. Við erum ekki með neitt helvítis væl.

Ppuffin: Shades Of Reykjavík eru komnir til að taka yfir!

Comments are closed.