SEYÐFIRSK MÆR VINNUR MEÐ ALÞJÓÐLEGU TÓNLISTARFÓLKI Í KAUPMANNAHÖFN

0

fura

Tónlistarkonan Fura eða Björt Sigfinnsdóttir eins og hún heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Poems Of The Past II.“ Fura hefur verið að vinna með ekki ómerkari mönnum en Halli Jónssyni úr hljómsveitinni Bloodgroup og Janusi Rasmussen úr hljómsveitinni Kiasmos, en hennar fyrsta plata kom út í nóvember 2015.

fura-2-33

Björt kemur frá Seyðisfirði en er nú búsett í Kaupmannahöfn, en þar vinnur hún að ýmiskonar samstarfaverkefnum með dönskum og alþjóðlegum pródúsentum og tónlistafólki og er þessi nýja útgáfa afrakstur þess.

„Poems Of The Past II,“ rennur einkar ljúflega niður og er hljóðheimurinn afar skemmtilegu! Hér er á ferðinni frábært lag frá frábærri tónlistarkonu.

Hægt er að versla lagið hér.

 

Skrifaðu ummæli